Margir nemendur eru tvístígandi og vita ekki hvaða nám hentar þeim eða hvernig nám og störf tengjast. Því þurfa þeir stundum á ráðgjöf að halda.
Áhugasvið nemenda skiptir miklu varðandi náms- og starfsval. Með því að taka áhugasviðskönnun er hægt að kanna skipulega ýmsa möguleika á náms- og starfsvali með hliðsjón af áhugasviði.
Nemendur geta tekið áhugasviðskönnunina Bendil (síða opnast í nýjum glugga) hjá náms- og starfsráðgjöfum. Bendill er rafræn könnun á íslensku sem er stöðluð og byggð á rannsóknum. Könnunin er ætluð nemendum 18 ára og eldri en aðrar kannanir hafa stundum verið notaðar fyrir yngri nemendur.
Nemendur greiða sjálfir fyrir þessar áhugasviðskannanir hjá fjármálastjóra. Panta þarf tíma hjá náms- og starfsráðgjafa til að taka könnunina sem tekur um 40 mínútur með túlkun.