Mötuneyti starfsfólks

Heitur matur er í hádeginu alla virka daga, einnig súpa og salat. Matseðill er aðgengilegur starfsfólki í möppu á Teams - Allir starfsmenn - Mötuneyti starfsfólks.

Brauð, rúnnstykki, hrökkbrauð, álegg og ýmsar mjólkurvörur eru einnig í boði yfir daginn.

Verðskrá yfir það sem starfsfólk greiðir fyrir er auglýst í mötuneytinu.

Hafragrautur er framreiddur á morgnana þriðjudaga til föstudaga og er starfsfólki að kostnaðarlausu. 

Ávextir, kaffi og te er einnig ókeypis fyrir starfsfólk.

Síðast uppfært: 28. mars 2025