Kennari skráir inn mætingu í hverjum tíma í Innu. Ætlast er til að kennarar merki við í byrjun hverrar kennslustundar en í síðasta lagi í lok hvers dags.
Sjálfgefið er að bókstafurinn M sé skráður við nafn allra nemenda svo breyta þarf M í F ef nemandi er ekki mættur eða S ef nemandi mætir of seint. Ef nemandi hefur fengið leyfi eða samþykkt veikindi, en mætir samt í tíma, þá er búið að skrá F á nemandann og kennari þarf að breyta því í M ef nemandinn mætir í tímann.
Til að kanna hvort einhver óskráð viðvera sé í Innu er smellt á Óskráð viðvera hægra megin á aðalskjámyndinni eða á flipann Annað og þar er hægt að velja Óskráð viðvera.