Staða áfanga:
Undanfari fyrir 3. þreps áfanga í sálfræði (nemendur velja einn af eftirfarandi áföngum: SÁLF2BT05, SÁLF2BÞ05 eða SÁLF2BÍ05).
Stutt lýsing á efni áfangans:
Kynning á íþróttasálfræði og viðfangsefnum hennar. Lögð er áhersla á sálfræðilegar kenningar og rannsóknir tengdar hegðun í íþróttum og hreyfingu almennt. Fjallað er um þá þætti sem geta haft áhrif á frammistöðu og þátttöku í íþróttum, t.d. áhugahvöt, spennustig, sjálfsmynd, sjálfstraust og endurgjöf. Þar að auki verður fjallað um helstu aðferðir sem beitt er við hugræna þjálfun, t.d. spennustjórnun, skynmyndanotkun og markmiðasetningu. Einnig verður fjallað um muninn á einstaklings- og hópíþróttum ásamt áhrifum félagslegra þátta í þjálfun einstaklinga og hópa. Að lokum verður fjallað um áhrif íþróttaiðkunar og hreyfingar almennt á líðan fólks.
Nokkur lykilhugtök áfangans:
Áhugahvöt, spennustig, streita, kvíði, sjálfsmynd, sjálfstraust, hugarþjálfun, markmiðasetning, endurgjöf, hvatning, einstaklings- og hópíþróttir.
Námsmat:
Tímaverkefni, tímapróf, rannsóknarverkefni og lokapróf.
Námsefni:
Weinberg, R. S. og Gould, D. Foundations of Sport and Exercise Psychology. 7. eða 8. útgáfa.