Sjúk flögg

Þriðjudaginn 1. apríl mun Karen ganga á milli kennslustofa og kynna sjúkást fræðsluherferð Stígamóta. Verkefni sem er ætlað að vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Þema ársins 2025 snýr að grænum og rauðum flöggum í samböndum (og yfirskriftin er „sjúk flögg“). Innlitið í tíma er til að vekja athygli á herferðinni og kynna sjúkástfræðslu sem verður með kl. 13:05 á föstudeginum 4. apríl.