Að sækja gull í prófundirbúningi

Nú þegar prófin standa yfir er mikilvægt að huga vel að líkama og sál. MH-ingurinn Guðmundur Flóki Sigurjónsson gerði það með óhefðbundnum hætti núna um helgina þegar hann hélt til Rúmeníu á Balkan Open mótið í taekwondo. Þar gerði hann sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk örugglega. Til hamingju með árangurinn!