04.10.2016
Foreldraráð þakkar ágæta mætingu 4. október og hér má lesa fundargerðina.Frá foreldraráði:
Kæru
foreldrar/forráðamenn. Aðalfundur
foreldraráðs MH verður haldinn þriðjudaginn 4. október kl. 20-21:30 í stofu 11.
Á dagskrá
fundarins verður kynning á hlutverki og markmið foreldraráðs MH. Fríður
náms- og starfsráðgjafi og forvarnarfulltrúi, Andrea skólahjúkrunarfræðingur og
Bóas sálfræðingur munu kynna stoðþjónustu skólans. Boðið verður upp
á köku og kaffi og við fáum tækifæri til þess að spjalla saman. Að lokum mun
Fríður leiða okkur um skólann þar sem við fáum tækifæri til þess að kynnast hvernig
vinnustaður barnanna okkar lítur út að innan.
Við hvetjum alla
foreldra og forráðamenn til að mæta. Fyrir hönd
foreldraráðsins, Helga Viðarsdóttir.