Valvika stendur yfir frá og með 29. september til og með 9. október. Föstudaginn 6. október kl. 12:40 – 13:00 verða umsjónarkennarar eldri nemenda til viðtals í kennslustofum og hvetjum við nemendur til að leita til þeirra. Þar verður hægt að fá aðstoð við valið og svör við spurningum sem brenna á nemendum. Upplýsingar um valið eru á heimasíðunni undir hnappnum Valvika. Þar er t.d. hægt að skoða lista yfir áfanga í boði, myndræna framsetningu á valáföngum vorannar og lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga við valið.
Með valinu eru nemendur að láta í ljós hvaða áfanga þeir vilja taka á vorönn og skiptir því miklu máli að velja.
Nýnemar haustannar 2023 ganga frá sínu vali með lífsleiknikennurum sínum í lífsleiknitímum.
Náms- og starfsráðgjafar, námstjórar, áfangastjóri og konrektor eru líka ávallt tilbúin að aðstoða.