Agnes Matthildur er Íslandsmeistari í grjótglímu

„Klifrið er að vaxa svo hratt“

Agnes Matthildur Folkmann segir nýja og spennandi kynslóð klifrara vera að láta til sín taka. Viðtalið við hana má sjá hér á ruv.is.

„Klifrið er að vaxa svo hratt. Það eru mjög margir sem eru að byrja að klifra núna. Ég byrjaði níu ára þannig að það er svolítið langt síðan ég byrjaði að æfa. Það eru mjög spennandi tímar núna. Það eru margir hérna sem eru búnir að vera að klifra lengi. Það er gaman að sjá þau að ná að afreka hluti.“

Agnes náði topp á þremur brautum af fjórum.

„Mér líður mjög vel. Ég er mjög glöð. Þetta var markmiðið fyrir daginn. Ég var að vonast til að verðast Íslandsmeistari. „Nokkrar leiðir voru auðveldar og nokkrar alveg erfiðar. Þetta var mjög skemmtilegt hvernig brautirnar voru og ég er mjög glöð með hvernig þær voru settar upp.“

„Ég vildi að ég hefði klárað fjórðu en ég er frekar sátt með hvernig ég stóð mig.“

Keppendur vita ekki fyrir fram hvernig brautin er hönnuð. Þeir fá skamma stund til að virða þrautina fyrir sér áður en hafist er handa. Franskur brautarhönnuður kom sérstaklega til landsins til að hanna og setja saman brautina.

Átta konur og átta karlar kepptu til úrslita, eftir að hafa komist í gegnum undanúrslit.

Í úrslitum grjótaglímu eru fjórar mismunandi leiðir sem klifrarar fá ekki að sjá fyrr en í átta mínútna skoðunartíma áður en umferðin hefst. Hver keppandi hefur svo fjórar mínútur til að glíma við hverja leið. Fjöldi tilrauna er ótakmarkaður en stigafjöldi fer eftir því hversu margar eru notaðar til að komast á toppinn: því færri tilraunir, því fleiri stig.

Hér er frétt RUV