Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur
Mánudaginn 14. mars kl. 19:00 mun Nemendafélag Menntaskólans
við Hamrahlíð bjóða nemendum í skólanum upp á fræðslu um streitu og kvíða.
Steinunn Anna Sigurjónsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöð og fyrrum
nemandi við MH mun koma og fjalla um kvíða, einkenni hans og hagnýtar og góðar
leiðir til að takast á við kvíða. Kvíði hefur aukist meðal framhaldsskólanema
og er kvíði oft nefndur sem ástæða brotthvarfs úr framhaldsskóla. Það er því
mikilvægt að opna umræðuna um kvíða og hvetjum við nemendur til að mæta og
fræðast um kvíða og leiðir til að takast á við hann. Í Norðurkjallara kl. 19 14. mars. Hlökkum til að sjá ykkur!