Nemendur MH geta bókað tíma hjá Náms- og starfsráðgjöfum, sálfræðingi skólans eða hjúkrunarfræðingi í gegnum bókunarkerfi sem er á heimasíðunni undir hnappnum Bóka tíma. Þar sjást lausir tímar og hvetjum við nemendur og aðstandendur til að nota þessa leið til að bóka tíma. Nemendur eru alltaf velkomnir að líta við hjá stoðþjónustunni en með þessu er hægt að tryggja að nemendur fái tíma þegar þeim hentar.
Sumir kennarar bjóða upp á bókun á viðtalstíma í gegnum Innu og á það sérstaklega við um bókun tíma fyrir yndislestur.
Stoðþjónustan notar bókunarkefið á heimasíðunni í staðin fyrir að nota Innu.