Brautskráning nemenda verður laugardaginn 19. desember kl. 13:00. Að þessu sinni útskrifast tæplega 120 nemendur af fjórum námsbrautum. Flestir útskrifast af opinni braut, þ.e. 80 nemendur. Vegna sérstakra aðstæðna er útskriftarnemendum dreift í 10 stofur og munu þeir ganga í hópum inn á Miklagarð þar sem þeir taka á móti skírteinum. Athöfninni er varpað á skjá í hverri stofu þar sem útskriftarefnin fylgjast með athöfninni.
Dagskrá
- Hljóðfæraleikur: Júlíus Máni Sigurðsson og Stefán Nordal
- Ávarp rektors
- Ræða konrektors
- Tónlistarflutningur: Móeiður Una Ingimarsdóttir og Stefán Nordal flytja Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns
- Afhending skírteina.
- Kórsöngur: Stúdentasöngurinn
- Ávarp nýstúdenta: Jökull Ingi Þorvaldsson og Móeiður Una Ingimarsdóttir
- Tónlistarflutningur nýstúdenta undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar: Heims um ból
- Kveðja rektors
Athöfninni er streymt inn á https://livestream.com/accounts/15827392/events/9441746