Brautskráning/ Graduation

Brautskráðir hafa verið 152 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð!

 

Skipting á brautir var eftifarandi: Opin braut 53, náttúrufræðibraut 46, félagsfræðabraut 24, málabraut 11, IB-braut 10, tónlistarbraut 5, listdansbraut 4 og sérnámsbraut 4. (Fimm nemendur brautskráðust af tveimur brautum).

 

Dúx var Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir stúdent af opinni braut með áherslu á stærðfræði og þýsku með meðaleinkunnin 9,64. 

 

Semidúx var Jakob van Oosterhout stúdent af náttúrufræðibraut með meðaleinkunnina 9,50.

 

Aðrir stúdentar með ágætiseinkunn: Ásvaldur Sigmar Guðmundsson, Jóhann Gísli Ólafsson, Sigurður Guðni Guðmundsson og Sverrir Arnórsson.

 

Besti árangur á námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs (IB-braut): Vífill Harðarson sem í vor vann 1. sæti í landskeppni ungra vísindamanna í HÍ. 

 

Til hamingju öll sömul!