Brautskráðir voru 97 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fjórum námsbrautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 67 nemendur, 15 af náttúrufræðibraut, 4 af málabraut og 11 af félagsfræðabraut.
Fimm nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Benedikt Gylfason nemandi á opinni braut með framúrskarandi árangur, þ.e. 9,73. Benedikt hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku. Semidúx var Þórunn Arna Guðmundsdóttir sem útskrifaðist af opinni braut með 9,61 í meðaleinkunn en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í efnafræði, frönsku og líffræði.
Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Benedikt Gylfason og Birgitta Sveinsdóttir.
Kór skólans var í stóru hlutverki undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar og flutti nokkur verk auk þess sem aðrir nemendur og nýstúdentar fluttu tónlist. Dúx skólans samdi sérstaklega verk fyrir kór skólans sem var frumflutt af þessu sinni og heitir Í hlýju hjarta þér.