Föstudaginn 21. desember kl. 16 fór fram brautskráning stúdenta í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.Brautskráðir voru 95 stúdentar, 65 konur og 30 karlar. Dúx að þessu sinni var Elva Dögg Brynjarsdóttir af náttúrufræðibraut með meðaleinkunn 9.6 og 163 einingar á 3½ ári.
Semidúxar voru Lára Sigurðardóttir af málabraut og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir af náttúrufræðibraut. Báðar með meðaleinkunn 9.3.
Stúdentar skiptust á brautir sem hér segir: 31 af félagsfræðabrautum, 41 af náttúrufræðibraut, 17 af málabaut og 2 af listdansbraut (fyrstu nemendurnir sem útskrifast af þessari listdansbraut til stúdentsprófs). Fjórir nemendur luku námi af tveimur brautum.
Við athöfnina fluttu strengjasveit og kór skólans tónlist undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Einnig spilaði nýstúdent Jóhann Már Nardeau 2. þátt úr trompetkonsert í Es-dúr eftir J. Haydn við undirleik Snorra Sigfúsar Birgissonar tónskálds og Jón Helgi Hólmgeirsson kvaddi skólann fyrir hönd nýstúdenta.
Til hamingju nýstúdentar!