Helstu breytingar á almanaki að afloknu verkfalli eru þessar: Bætt er við kennsludegi þriðjudaginn 22. apríl og kennt eins og um fimmtudag sé að ræða. Bætt er við kennsludögum 2., 5., 6. og 7. maí. Fyrsti prófdagur verður föstudagurinn 9. maí. Gert er ráð fyrir prófum laugardagana 10. og 17. maí. Síðasti prófdagur verður þriðjudaginn 20. maí. Útskrift verður sunnudaginn 25. maí kl. 14:00. Prófasýning og staðfesting á vali verður þriðjudaginn 27. maí. Það mun reyna mikið á nemendur og kennara á næstunni við að ljúka önninni á þeirri hraðferð sem við blasir. Gott skipulag, einbeitni og dugnaður mun ráða mestu um hvernig til tekst. Upplýsingar um breytta próftöflu og fleira því tengdu koma síðar.