10.01.2013
Advania hefur kynnt nýjar reglur sem gilda um lykilorð í Innu. Þær eru þannig að alltaf er útbúið
nýtt tímabundið lykilorð þegar notandi velur að sækja lykilorð. Þetta tímabundna lykilorð hefur 15 mín. gildistíma og þarf notandi að skrá sig inn innan þess tíma og velja sér nýtt lykilorð sem er
a.m.k. 8 stafir á lengd og inniheldur bæði bókstafi og tölustafi. Ef tímabundnu lykilorði er ekki breytt innan gildistíma þarf að sækja
nýtt lykilorð á ný.
Óbreytt er að þegar skipt er um lykilorð í Innu þá verður Námsnetið/Myschool komið með nýja
lykilorðið daginn eftir.