Breytingar á yfirstjórn skólans

Um miðjan febrúar verða breytingar á yfirstjórn skólans þegar Steinn hverfur til annarra starfa hjá Reykjavíkurborg og Helga konrektor mun taka við sem settur rektor. Guðmundur Arnlaugsson IB-stallari mun taka við starfi konrektors á sama tíma og Alda Kravec mun koma inn í stjórnun IB-deildar. Við óskum Steini til hamingju með nýja starfið og vonum að honum líði eins vel þar og hjá okkur í MH.