Gleðilega önn. Seinna í dag verður Inna opnuð og þá munu stundatöflur birtast hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Allar nánari upplýsingar má lesa undir skólinn, tölvupóstar til nemenda. Töflubreytingar hefjast í dag og allir eldri nemendur skólans geta gert töflubreytingar í Innu en aðrir nýnemar og eldri nýnemar sem eru að hefja nám hjá okkur í fyrsta skipti núna í haust þurfa að koma og hitta námstjóra ef þeir telja sig þurfa töflubreytingar. Áfangalista má finna á heimasíðunni. Námstjórar verða við milli 10:00 og 14:00 13., 16. og 17. ágúst. Nýnemakynning verður 18. ágúst kl. 13:00 eða kl. 14:30 skv. tölvupósti. Fyrsti kennsludagur verður 19. ágúst og hefst kl. 9:00. Athugið að lesa vel póstana sem vísað er í hér í fréttinni.