Dagur íslenskrar tungu 2017
15.11.2017
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, hefur verið haldinn hátíðlegur sem dagur íslenskrar tungu frá árinu 1996. Á deginum er staðið fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og þannig er athygli þjóðarinnar beint að stöðu tungumálsins í samfélaginu. Dagurinn er opinber fánadagur en á vef stjórnarráðsins segir: "Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991." Fögnum deginum með því leggja rækt við tungumálið okkar.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um dag íslenskrar tungu.
|
 |