Dimission

Í dag eru útskriftarefni vorannar að kveðja skólann og gera sér glaðan dag áður en prófatörnin hefst. Af því tilefni buðu þau starfsfólki í morgunmat og svo verður skemmtun á sal. Útskriftarefnin mæta flest í búningum í dag og fékk rektor einn fríðan hóp í heimsókn á kontorinn. Seinna í dag verður farið í ratleik og endar dagurinn á skemmtistað úti í bæ. Góða skemmtun í dag og takk fyrir samveruna í MH.