Diskóeyjan

LFMH setur upp Diskóeyjuna í samstarfi við MÍT.
LFMH setur upp Diskóeyjuna í samstarfi við MÍT.

Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp glænýja útgáfu af söngleiknum Diskóeyjunni eftir Braga Valdimar Skúlason nú í vor í samstarfi við Menntaskóla í tónlist. Leikstjórn er í höndum Öddu Rutar Jónsdóttur, Gísli Magna er söngstjóri og Sóley Ólafsdóttir dansstjóri. Sérvalin hljómsveit frá MÍT sér um tónlistarflutning en lifandi tónlist verður á öllum sýningum. Um 60 nemendur taka þátt í uppfærslunni.

Diskóeyjan er skemmtilegt leikrit um leiðinlega og óspennandi krakka sem eru send í óvenjulegan skóla á litríkri eyju. Þar kynnumst við alls konar áhugaverðum persónum, svo sem Prófessornum, aðstoðardvergum hans og mörgum furðulegum kennurum.

Stefnt er að frumsýningu 14. mars en nánari upplýsingar um sýningar og sýningartíma verða birtar á heimasíðu MH um leið og þær liggja fyrir.