Diskóeyjan

Leikfélag MH og nemendur í MÍT frumsýndu í gær söngleikinn Diskóeyjan. Diskóeyjan er fönkskotinn diskósöngleikur, byggður á samnefndri hljómplötu Memfismafíunnar. Sagan og tónlistin er sköpuð af Braga Valdimari Skúlasyni, Óttarri Proppé og Guðmundi Kristni Jónssyni. Leikstjóri er Ástbjörg Rut Jónsdóttir, danshöfundur er Sóley Ólafsdóttir, söngstjóri er Gísli Magna og hljómsveitarstjóri er Agnar Már Magnússon.

Á Diskóeyjunni er rekinn Fágunarskóli í gull píramída, fyrir þæg og óspennandi börn, sem þangað eru send í betrunarvist. Þar ræður hinn kaótíski og kærulausi, en jafnframt óstjórnlega töff Prófessor ríkjum og miðlar til nemanda sinna og áhorfenda, hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu. Hópur dverga og annars starfsfólks Fágunarskólans, sjá til þess að halda sveimandi huga Prófessorsins réttu megin við diskókúluna, svo menntastofnunin í gull píramídanum standi undir nafni.

Miðasala er á tix.is Góða skemmtun.