Ólympíukeppni í efnafræði

Úrslitakeppni í 23. Almennu landskeppninni í efnafræði var haldin helgina 2. - 3. mars. Þar áttum við fjóra keppendur og tókst okkur að ná þriðja sæti. Það var til mikils að vinna því fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar er boðið að taka þátt í 7. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Noregi og strax að henni lokinni í 56. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Saudi Arabíu dagana 21. - 30. júlí. Til hamingju með þetta.