Einkunnir og staðfestingardagur

Opnað verður fyrir einkunnir í dag kl. 16:00. Um leið verður opnað fyrir að nemendur geti staðfest valið sitt í Innu. Áður en þið staðfestið þurfið þið að skoða valið ykkar vel og athuga t.d. hvort að þið hafið fengið hraðferðarheimild í ENSK3CH05 eða ÍSLE3CH05 og breyta valinu skv. því.

Á morgun, 18. desember, er staðfestingardagur sem hefst með fundi nemenda við umsjónarkennara sína og prófsýning sem hefst kl. 11:15 og er til 12:15. Sjá nánar hér á heimasíðunni.