Ellý og Karen Björk
Í gær héldu nemendur hátíðlegan Ellýardag í tilefni af 10 ára starfsafmæli Ellýar í Sómalíu, matsölu
nemenda. Karen forseti NFMH færði Ellý bók með heillaóskum, blóm, verðlaunabikar og boðsmiða til Parísar fyrir hana og eiginmann hennar.
Gjafirnar eru afrakstur söfnunar nemendastjórnar og starfsfólks Sómalíu meðal nemenda og starfsmanna. Ellý hefur reynst nemendum og okkur öllum vel
síðastliðin 10 ár og vonandi njótum við starfskrafta hennar sem lengst. Til hamingju með daginn!