09.04.2015
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11. - 13. apríl
nk.
Laugardaginn 11. apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15.
Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika, í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14 og í Djúpavogskirkju kl. 20 auk
þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði.
Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla Hornafjarðar
kl.10 í Hafnarkirkju og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á
Skógum kl. 20.
Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana.
Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 - 20 ára. Stjórnandi
kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið
1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H. Bjarnason.
Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk...
m. a. eftir J. S. Bach, G. F. Händel, Sigvalda Kaldalóns, Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum
löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða t. d. kirkjutónleika
eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal kórfélaga.