Októberlota

Í vikunni frá mánudeginum 15. okt. til fimmtudags 18. okt. brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma.

Tvöfaldir tímar lengjast. Morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá hádegi til rúmlega fjögur (12:45-16:15) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum.  Athugið að langi tíminn sem er venjulega á föstudagsmorgni verður á mánudagsmorgninum 15. okt.

Viðvera í lengdum tvöföldum tíma gildir fyrir alla tíma vikunnar.

Next week, 15th - 18th of October, has a different timetable