Valtími 8.mars

Valvika stendur yfir frá og með 29. febrúar til og með 11.mars. Föstudaginn 8. mars kl. 12:40 – 13:00 verða umsjónarkennarar eldri nemenda til viðtals í kennslustofum og hvetjum við nemendur til að leita til þeirra. Þar verður hægt að fá aðstoð við valið og svör við spurningum sem brenna á nemendum. Upplýsingar um valið eru á heimasíðunni undir hnappnum Valvika. Þar er t.d. hægt að skoða lista yfir áfanga í boði, myndræna framsetningu á valáföngum vorannar og lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga við valið.

Umsjónarkennararnir eru listaðir upp hér fyrir neðan og í hvaða stofu þeir verða í valtímanum.

Aðrir nemendur (eða ef þú finnur ekki þinn umsjónarkennara á listanum) geta mætt til áfangastjóra eða konrektors í valtímanum og fengið aðstoð þar.

Nýnemar haustannar 2023 ganga frá sínu vali með umsjónarkennara sínum í lífsleikni tíma sem er í stundaskránni kl. 13:05.