Frönskukeppni

Meðfylgjandi mynd er af öllum vinningshöfum ásamt franska sendiherranum á Íslandi, Graham Paul sem a…
Meðfylgjandi mynd er af öllum vinningshöfum ásamt franska sendiherranum á Íslandi, Graham Paul sem afhenti verðlaunin.

Frönskukeppni grunn- og framhaldsskólanema sem haldin er árlega af Félagi frönskukennara, Franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance française var haldin laugardaginn 23. mars. MH-ingar hrepptu 1. og 2. sætið. Í sigurliðinu voru Ernir Ómarsson, Nanna Kristjánsdóttir og Unnur Aldred. Í 2. sæti voru Elínborg Una Einarsdóttir, Hekla Martinsdóttir Kollmar, Hrafnhildur Einarsdóttir og Sunna Tryggvadóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju.