Fjórða japanska ræðukeppnin fyrir framhaldsskólastig

Sendiráð Japans, í samvinnu við Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólann við Ármúla, mun standa fyrir japanskri ræðukeppni fyrir framhaldsskólanema.  Keppnin verður haldin þann 28. apríl, 2011, milli kl.08:10-09:45 og fer fram í Miklagarði, Menntaskólanum við Hamrahlíð. Upplýsingar um keppnisform og skráningu...

Þáttakendur keppninnar verða að megninu til nemendur á framhaldsskólastigi. Verður keppendum skipt niður í tvo hópa:

1. hópur er skipaður nemendum við framhaldsskóla sem eru undir 17 ára aldri og hafa lagt stund á japönsku í minna en eitt ár.

2. hópur er skipaður nemendum við framhaldsskóla sem hafa lagt stund á japönskunám í meira en eitt ár. Einnig eru í þeim hóp nemar sem hafa verið við nám í Japan.

Til að skrá sig í keppnina, er áhugasömum vinsamlegast bent á að senda tölvupóst til Sendiráðs Japans á Íslandi, á póstfangið japan@itn.is, til að fá sent skráningareyðublað. Einnig má nálgast skráningareyðublöð á heimasíðu sendiráðsins: http://www.is.emb-japan.go.jp (sjá undir liðnum Events). Útfylltu skráningareyðublaði skal skilað aftur til sendiráðsins eigi síðar en 18. apríl, 2011.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Sendiráði Japans með tölvupósti á japan@itn.is eða í síma 510 8600.

Að keppninni standa: Sendiráð Japans á Íslandi, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskólinn við Ármúla