Foreldraráð minnir á fræðslukvöldið miðvikudag 27.febrúar. Dr. Erla Björnsdóttir mun fjalla um mikilvægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu, fara yfir algeng svefnvandamál hjá ungu fólki og gefa góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni.
- Hvaða áhrif hefur svefn á líkamlega og andlega vellíðan?
- Hversu mikið þurfum við að sofa og hver eru áhrif þess að sofa of lítið?
- Hvaða áhrif hefur svefn á frammistöðu okkar og árangur?
Kaffiveitingar verða í boði og foreldraráðið vonast til að sjá sem flesta.
Staðsetning : stofa 11