Miðvikudaginn 11. október býður Sinfóníuhljómsveit Íslands nemendum og starfsfólki MH á tónleika en yfirskrift dagskrárinnar er Hollywood/Reykjavík. Um tónleikana segir: „Á þessum tónleikum verður gægst í gullkistu kvikmyndatónlistar frá Hollywood. Þar er af nógu að taka: Ben-Húr, Brúin yfir ána Kwai, Gone with the Wind og Breakfast at Tiffany's, auk þess sem leikin verða stef úr myndunum Súperman og Stjörnustríð eftir hinn sívinsæla John Williams.“
Skipulagið verður þannig að 10 rútur verða notaðar við flutninginn og munu þær 6 fyrstu leggja af stað kl. 10:45, síðan fara 4 rútur kl. 11:05 og í kjölfarið fara þessar fyrstu aðra ferð eftir því sem þarf, síðasta rúta kl. 11:15. Hringt verður út úr þriðja tíma kl. 11:00 Tónleikarnir verða kl. 11:30 – 12:30 og síðan verður hliðstætt fyrirkomulag á heimflutningnum. Eitthvað mun því sneiðast framan af fyrsta tíma eftir hádegið, a.m.k. hjá hluta hópsins. Rúturnar verða á bílastæðinu vestan skólans og ætlast er til að farið sé inn í þá rútu sem fremst er hverju sinni.