Fremsti taekwondomaður Reykjavíkur og besti bardagaunglingur landsins, Guðmundur Flóki Sigurjónsson, skrifaði nýverið undir afrekssamning við Taekwondosamband Íslands þar sem stefnan er sett á Ólympíuleikana 2028.
Framúrskarandi árangur getur náðst í taekwondo eins og öðru með því að stefna hátt, hafa gaman af því sem maður gerir og leysa þau verkefni sem lögð eru fyrir mann. Allt box sem Flóki fyllir í.
Við óskum Flóka til hamingju með samninginn og hlökkum til að fylgjast með ferðinni sem framundan er - en eitt skref í henni er keppni núna um helgina á Opna breska meistaramótinu en þar mun hann keppa í fyrsta skipti í fullorðinsflokki á alþjóðlegu móti.