Á myndinni eru Árelía, Matthea og Oddný
Í gær, miðvikudaginn 20. mars, var haldin mikil frönskuhátíð í Veröld, húsi Vigdísar. Hátíðin var haldin í tilefni af viku franskrar tungu og 50 ára afmælis Félags frönskukennara. Viðstödd voru frú Vigdís Finnbogadóttir, heiðursfélagi í Félagi frönskukennara og sendiherra Frakka á Íslandi. Sýnd voru myndbönd nemenda sem tóku þátt í keppni grunn- og framhaldsskóla um bestu myndböndin á frönsku. MH-ingar sendu inn 4 myndbönd og gerðu sér lítið fyrir og unnu 2 efstu sætin! Í öðru sæti urðu þær Árelía Mist Sveinsdóttir og Oddný Helga Gunnarsdóttir og fyrsta sætið hlaut Matthea Júlíusdóttir. Við erum mjög stolt af þeim og óskum þeim innilega til hamingju.