Nemendur í frönsku 703 hafa skrifað áhugaverðar greinar í evrópskt netblað frönskukennara undanfarnar annir. Viðfangsefni þeirra er ýmislegt tengt landi og þjóð. Ein greinin fjallar til dæmis um íslenska stjórnmálaflokka og gaman að rýna í heiti þeirra á frönsku. Hvaða flokkur skyldi t.d. heita "Les verts de gauche" eða "L'Alliance du Peuple" nú eða "Le Parti de l'Indépendance"? Greinarnar um Ísland hafa slegið svo í gegn að umsjónarmenn blaðsins eru ólmir í að koma til landsins.Þeir sem vilja kíkja og ef til vill láta reyna á frönskukunnáttu sína finna blaðið hér.