Frumkvöðlar í Smáralind

Það voru 4 hópar úr MH sem mættu á Vörumessu í Smáralind um helgina með hugmyndir sínar. Í lok vikunnar skila þau svo viðskiptaáætlun og dómnefnd fer yfir og metur. Hugmyndir þeirra voru:

  • Hávamál; Hákarlabitar í litlum krukkum.
  • Barnabók; Íslenskir málshættir og orðatiltæki útskýrð á skemmtilegan hátt og fallega myndskreytt.
  • Sopi; Heilsuskot sem inniheldur söl, kollagen, engifer og bætiefni.
  • Bolir; Með mynd eftir þau sjálf til styrktar flóttamönnum.

Alveg ótrúlega metnaðarfullir krakkar með mikið hugmyndaflug.

frumkvöðlar      frumkvöðlar

frumkvöðlar