Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla í Smáralind

 
Junior Achievement á Íslandi stendur á hverju ári fyrir fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla en þar vinna nemendur að ýmsum sjálfstæðum verkefnum þar sem þau sýna frumkvæði og stofna fyrirtæki utan um vöru eða þjónustu. Einn liður í því verkefni er að kynna vöruna í Smáralind á svokallaðri vörumessu sem fór fram um síðustu helgi.
 
Fulltrúar MH voru á svæðinu með flottar hugmyndir.  Gabriel, Jasmín og Daði gerðu bókina Einfalt líf sem er leiðarvísir fyrir ungt fólk til að taka aukna ábyrgð á heimilisstörfum og öðrum þáttum daglegs lífs. Fyrsta prentun er uppseld en það voru helst foreldrar sem keyptu :)
 
Högni og Helgi þróuðu borðspil frá grunni byggt á færnimerkjum skáta. Spil sem nýtist skátum í leik og starfi. Fyrsta upplag er nær uppselt.
 
Kolbeinn, Gunnar, Brynjar, Alexander og Hilmar bjuggu til fatamerkið BEAR. Þeim fannst vöntun á þægilegri og klæðilegri götutísku. Fer hver að vera síðastur að næla sér í flík frá þeim.
 

Frábærar hugmyndir og til hamingju krakkar!