Valgerður Bragadóttir þýskukennari og Fríður, Ásdís og Sigga Birna náms- og starfsráðgjafar bíða allar spenntar eftir nemendum.
Fyrsti prófdagur er í dag og eru það próf í þýsku og þjóðhagfræði sem ríða á vaðið. Nemendur eru hvattir til að lesa vel póst frá prófstjóra um hvar allar upplýsingar er að finna. Prófsalir opna korter fyrir próf og nemendur eiga að fara beint á þann stað sem þeirra próf er og fá sér sæti, slökkva á símum og hengja úlpuna á stólbakið. Bjöllunni verður hringt þegar próf hefst og þegar prófi lýkur, en við viljum benda á að það heyrist ekki mjög hátt í skólabjöllunni þessi jólin og þurfa því allir að vera meðvitaðir um hvað tímanum líður. Gangi ykkur sem best