Fyrsti dagur í samkomubanni

Hvað vantar á þessa mynd ?
Hvað vantar á þessa mynd ?

Nám nemenda fer fram í gengum Innu (Inna er þessa stundina að kvarta yfir álagi og erfitt er að komast inn en það mun leysast). Kennarar eru að vinna í því að setja upp skipulag fyrir kennsluna og munu setja allar upplýsingar inn á Innu. Nemendur þurfa að bíða þolinmóðir eftir því og viljum við biðja nemendur um spara það fyrst um sinn að senda tölvupósta á kennara, svo kennarar drukkni ekki í póstum. Skilaboðin til ykkar munu koma í gegnum Innu. Núna þurfa allir að fylgist vel með á Innu, mæta í tíma skv. stundaskrá og tímaskipulagi sem kennarinn hefur gefið (eða mun gefa) og umfram allt að taka lífinu með ró. 
___________________________________
Students - please be patient and the teacher will contact you through Inna.