Föstudaginn 18. febrúar mun Menntaskólinn við Hamrahlíð flytja Microsoft skýjageira sinn yfir í Menntaskýið. Menntaskýið er verkefni á vegum íslenska ríkisins þar sem Microsoft hugbúnaður er sameinaður í eina miðlæga einingu. Innleiðing á þessu verkefni hefst kl. 12:00 föstudaginn 18. febrúar og verður lokið mánudaginn 21. febrúar.
Klukkan 12:00, föstudaginn 18. febrúar, verður lokað á innskráningar á MH aðganga, þ.e. Office365 aðganginn. Þegar nemendur og starfsfólk skráir sig inn í fyrsta skipti, eftir flutninginn, þarf að fylgja leiðbeiningum sem settar verða á MH síðuna.
Það skiptir miklu máli að allir skoði strax hvort þeir eigi einhver skjöl í FORMS eða SWAY sem þarf að afrita fyrir flutninga.
Allar leiðbeiningar má finna hér og munum við gera okkar besta til að halda öllum upplýstum.
Nánari upplýsingar koma síðar og allir þurfa að fylgjast vel með.