Við fengum skemmtilega heimsókn í gær frá félagi kvenna í fræðslustörfum á Íslandi, Alfadeild í Delta Kappa Gamma. Þær voru mættar til að hlýða á Geir Finnsson enskukennara fjalla um gervigreind í skólastarfi. Erindið var byggt á reynslu hans á notkun gervigreindar sem enskukennari í tveimur framhaldsskólum. Hann útskýrði gervigreind, hvers vegna hún er farin að láta svo mikið á sér bera og hvernig hægt sé að nota hana til góðs, bæði fyrir kennara og nemendur. Einnig ræddi hann þær áskoranir sem blasa við skólasamfélaginu og í lokin voru mjög góðar umræður, þar sem reynsuboltar í skólastarfi til áratuga sögðu sínar skoðanir. Skemmtileg blanda af nýja og gamla tímanum.