28.04.2010
Tveir nemendur skólans, þeir Árni Johnsen og Helgi Björnsson, hafa verið valdir í fjögurra manna lið fyrir ólympíuleika í efnafræði sem haldnir verða í Japan í sumar, en þetta er í annað sinn sem Helgi tekur þátt í þessum leikum.Að undangenginni landskeppni í efnafræði sem haldin var í vetur kepptu 13 nemendur til úrslita, þar af 5 úr MH. Í þeim hópi voru auk Árna og Helga þau Kristján Hólm Grétarsson, Magnús Pálsson og Unnur Lilja Úlfarsdóttir. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.