03.02.2015
Í þetta sinn er safnað fyrir Fjólu, félag fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Félagar í Fjólu eru
mjög háðir aðstoð við öll ferðalög sem og táknmálstúlkun, slíkt kostar talsverða fjármuni og eru dæmi þess
að félagar hafi ekki haft tækifæri til samfélagslegrar þátttöku sökum fjárskorts. Hér viljum við leggja lið. Sjá
nánar á http://www.ruv.is/frett/blindir-og-heyrnarlausir-i-einangrun
Í góðgerðavikunni verða ýmsir viðburðir, bæði innan skólans sem utan, þar má nefna dansíóký þar sem
nemendur og kennarar koma saman og dansa og styrkja um leið gott málefni með þáttöku sinni. Einnig verða jazztónleikar, hádegistónleikar,
ýmiss áheit, lukkuhjól, seld gómsæt súpa ásamt heitu kakói og margt margt fleira.