07.03.2014
Nýverið lauk árlegri landskeppni framhaldsskólanema í efnafræði. Að lokinni undankeppni var 15 efstu nemendunum boðið til úrslitakeppni
sem fram fór í Háskóla Íslands. Í þeim hópi voru tveir nemendur frá MH, þau Freyja Björk Dagbjartsdóttir og Atli Freyr
Magnússon, og stóðu þau sig bæði mjög vel. Atli Freyr náði 2. sæti og vann með því rétt til þátttöku
í liði Íslands sem fer á ólympíuleika í efnafræði, en þeir verða haldnir í Hanoi í Víetnam nú í
sumar. Þá varð Freyja Björk í 8. sæti. Til hamingju!