Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 3. mars. Alls tók 51 nemandi þátt, úr fimm skólum en 15 efstu keppendunum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 2.-3. apríl næstkomandi. Fimm MH-ingar voru á meðal þeirra 15 efstu og komast áfram í úrslitakeppnina. Það eru þau Embla Nótt Pétursdóttir, Jón Halldór Gunnarsson, Matthías Jakob Sigurðsson, Iðunn Björg Arnaldsdóttir og Mikael Norðquist. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í úrslitakeppninni.