Bóas Valdórsson sálfræðingur MH segir í viðtali við Morgunblaðið að svefn sé ódýrasta sálfræðimeðferðin. Í viðtalinu segir Bóas: „Ég reyni að fara yfir þetta allt með þeim og hvað þau geta gert til þess að bæta líðan sína. Þar bendi ég fyrst á ódýrustu sálfræðimeðferðina sem er svefn. Að sofa nægjanlega mikið til þess að geta tekist á við áskoranir daglega lífsins óþreytt er sennilega besta ráðið sem hægt er að gefa ungu fólki.“ Menntaskólinn við Hamrahlíð var einn af fyrstu framhaldsskólum landsins til að ráða sálfræðing til starfa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
Morgunblaðsviðtalið við Bóas