19.05.2014
Hin árlega "Frönskukeppni framhaldsskólanna og franska sendiráðsins" var haldin nú í vor. Þemað var "frönsk tónlist og ég".
Nemendur skiluðu inn myndbandi þar sem þau sögðu frá því hvernig frönsk tónlist hefur fléttast inn í líf þeirra.
Alls tóku 5 skólar þátt. Verðlaunahafar voru tveir og var annar þeirra MH-ingurinn Sigrún Perla Gísladóttir. Hún hlaut að
verðlaunum þátttöku í menningartengdu námskeiði í sumar í París, ferð og uppihald að sjálfsögðu í boði
franska ríkisins. Til hamingju Sigrún Perla!