Nú reynir á að við stöndum okkur í sóttvörnum og frá og með mánudeginum 8. nóvember er aftur tekin upp grímuskylda í MH. Allir eru hvattir til að þvo margnota grímurnar og mæta með þær í skólann. Ef einhver gleymir grímu eru einnota grímur við tvo aðalinnganga skólans og einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofu. Gerum öll okkar besta í einstaklingsbundnum sóttvörnum og tökum á þessu saman. Nánar er hægt að lesa um reglur skólans undir Covid-19 hnappnum á heimasíðunni og póst sem fór til nemenda 5.nóv