Gulir skápar

Nemendur eiga kost á að leigja skápa undir skólabækurnar sínar eða nota skápa sem þau læsa sjálf með eigin lás. Þau sem voru með gulan skáp á haustönn þurfa að endurnýja fyrir vorönnina og kostar það 500 kr. Þau sem ekki ætla að halda áfram með gula skápinn þurfa að skila inn lyklinum og fá þá endurgreiddar 1500 kr.